Körfubolti

NBA: SGA sökkti Clippers með flautukörfu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander í leik fyrr á tímabilinu
Shai Gilgeous-Alexander í leik fyrr á tímabilinu EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Shai Gilgeous-Alexander, leikmaður Oklahoma City Thunder, gerði sér lítið fyrir og skoraði þriggja sitga körfu á meðan að tíminn rann út og tryggði sínum mönnum sigur gegn Los Angeles Clippers, 104-103.

Oklahoma City Thunder hefur ekki verið í miklu stuði á þessu leiktímabili og situr í neðsta sæti Vesturdeildarinnar með níu sigra og nítján töp. Gilgeous-Alexander skoraði 18 stig fyrir Oklahoma og Luguentz Dort skoraði 29. Hjá Clippers var Luke Kennard stigahæstur með 27 stig.

Boston Celtics fékk New York Knicks í heimsókn í Baunaborgina og vann góðan sigur, 114-107. Boston tapaði leiknum á undan fyrir Golden State Warriors en tókst að komast á beinu brautina. Josh Richardsson var atkvæðamestur hjá grænum, en hann skoraði 27 stig af bekknum. Hjá Knicks var það Evan Fournier sem var stigahæstur með 32 stig.

Golden State Warriors, sem hefur verið á miklu skriði frá upphafi tímabils, tapaði fyrir Toronto Raptors í Kanada 119-100. Hvorki Stephen Curry né Draymond Green spiluðu þennan leik fyrir Warriors sem lentu fljótlega ofaní holu sem þeim tókst ekki að grafa sig uppúr. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto en Jonathon Kuminga 27 stig fyrir Golden State.

Önnur úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 107-116 Houston Rockets

Brooklyn Nets 93-100 Orlando Magic

Milwaukee Bucks 90-119 Cleveland Cavaliers

Utah Jazz 103-109 Washington Wizards

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×