Erlent

Maður barinn til dauða fyrir meint helgi­spjöll á Ind­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gullna hofið er heilagasti staður Síka og er í borginni Amritsar á Indlandi.
Gullna hofið er heilagasti staður Síka og er í borginni Amritsar á Indlandi. EPA/Singh

Karlmaður var barinn til dauða í indversku borginni Amritsar, grunaður um að hafa framið helgispjöll í Gullna hofinu. Hofið er heilagasti helgidómur Síka en atvikið átti sér stað þegar Síkar voru við bænir í hofinu.

Maðurinn á að hafa ruðst inn í hofið, og inn í hvelfingu þar sem Guru Granth Sahib, helgasta bók Síka er geymd. Þá á hann að hafa snert heilagt sverð í hofinu en var fljótlega yfirbugaður af æstum múg.

Lögregla segir að maðurinn hafi verið látinn þegar hún kom á vettvang en atvikið náðist á myndband. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.

Aðeins tveir dagar eru síðan maður var handtekinn fyrir að hafa kastað lítilli útgáfu af Guru Granth Sahib, helgustu bók Síka, í laug sem umlykur Gullna hofið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×