Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2021 19:40 Evrópulönd NATO og Rússland með Úkraínu á milli sín. Grafík/Ragnar Visage Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. Nú er talið að um sjötíu þúsund rússneskir hermenn séu skammt frá landamærunum að austur Úkraínu. Samskipti þjóðanna sem og Rússa við Vesturlönd hafa verið við frostmark frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og hófu hernaðarstuðning við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld krefjast þess að NATO herir hverfi frá bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Hér eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins merkt með bláu. Rússneskum stjórnvöldum er sérstaklega í nöp við viðveru NATO herja í Eistlandil, Lettlandi og Litháen sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Póllandi sem var hluti sovétblokkarinnar í kalda stríðinu og aðili að Varsjárbandalaginu. Rússar vilja alls ekki sjá Úkraínu í NATO.Grafík/Ragnar Visage Sergey Ryabkov aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands flutti boðskap stjórnar Vladimirs Pútins forseta landsins á fundi með fréttmönnum í gær. „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO verða þegar í stað að hætta fjandsamlegum aðgerðum sínum gegn landinu okkar, þar á meðal óreglulegum heræfingum, hættulegum ferðum herskipa og herflugvéla og hætta hernaðaruppbyggingu á úkraínsku landsvæði,“ sagði Ryabkov. NATO yrði að draga herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og útiloka að Úkraína og Georgía gætu nokkurn tíma orðið aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Á sama tíma vilja Úkraínumenn kasta sovéskri fortíð sinni á öskuhaug sögunnar. Þannig hefur öllum minnismerkjum um leiðtoga Sovétríkjanna og táknum um sem áður stóðu í borgum víðs vegar um Úkraínu verið komið á safni í garði skammt frá landamærunum að Rússlandi. Ilia Denysenko safnstjóri sovésku og kommónísku táknmyndanna í Úkraínu.Mynd/Ap Ilia Denysenko safnstjóri segir markmiðið að varðveita söguna og gefa núlifandi kynslóðum færi á að fræðast um hana út frá sjónarhóli og sögu Úkraínumanna. „Við viljum eyða sovéskri söguskoðun sem er enn í huga margra landa okkar, sérstaklega eldri kynslóðarinnar, og taka upp úkraínska söguskoðun í staðinn,“ segir Denysenko. Höggmyndir af sovéskum og úkraísnku kommúnistaleiðtogum hefur verið kastað á öskuhaug sögunnar í Úkraínu.AP Mörg minnismerkjanna voru eyðilögð í uppreisn almennings þegar Victor Janukovits forseta var steypt af stóli eftir mikið kosningasvindl í forsetakosningum árið 2013. Öll tákn kommúnismans voru bönnuð með lögum í Úkraínu árið 2015. Vadim Karasev rússneskumælandi stjórnmálafræðingur í Kænugarði segir að þrjátíu ár frá falli Sovétríkjanna ættu að duga til að pólitísk stefna landsins ráðist ekki af því hvort ráðmenn komi frá austur- eða vesturhluta landsins. Vadim Karasev rússneskumælandi stjórnmálafræðingur í Kænugarði.AP „Hin pólitíska stefna er í átt til Úkraínuvæðingar og Evrópuvæðingar,“ segir Karasev. Á sovéttímanum var rússneska hið opinbera tungumál í Úkraínu og þeir sem ekki töluðu hana voru skörinni lægra í þjóðfélaginu. Stjórnvöld í Úkraínu hafa hins vegar gripið til ýmissra ráða til að gera úkraínsku að eina opinbera tungumáli landsins. „Þetta er meðvituð og úthugsuð stefna sem ríkisstjórnin hefur tekið. Hún nær til laga um menntun, laga um opinbert tungumál og laga um bókaútgáfu, sérstaklega hvað varðar námsbækur,“ segir Karasev. Dana Pavlychko útgefandi segir vaxandi áhuga á bókum á úkraínsku.AP Margir segja að með þessu sé búið að snúa mismuninni við gegn stórum rússneskum minnihluta landsmanna. Yfirvöld veita engan stuðnings til útgáfu bóka á rússnesku en niðurgreiða útgáfu bóka á úkraínsku og það eru háir innflutingstollar á rússneskar bækur og blöð. Dana Pavlychko útgefandi segir vaxandi áhuga á bókum á úkraínsku í landinu. „Fólk vill enn lesa á rússnesku og það er allt í lagi. En miklu fleiri vilja hafa bækur á úkraínsku,“ segir Pavlychko. Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. 2. júlí 2021 23:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Nú er talið að um sjötíu þúsund rússneskir hermenn séu skammt frá landamærunum að austur Úkraínu. Samskipti þjóðanna sem og Rússa við Vesturlönd hafa verið við frostmark frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og hófu hernaðarstuðning við uppreisnaröfl í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld krefjast þess að NATO herir hverfi frá bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Hér eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins merkt með bláu. Rússneskum stjórnvöldum er sérstaklega í nöp við viðveru NATO herja í Eistlandil, Lettlandi og Litháen sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Póllandi sem var hluti sovétblokkarinnar í kalda stríðinu og aðili að Varsjárbandalaginu. Rússar vilja alls ekki sjá Úkraínu í NATO.Grafík/Ragnar Visage Sergey Ryabkov aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands flutti boðskap stjórnar Vladimirs Pútins forseta landsins á fundi með fréttmönnum í gær. „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO verða þegar í stað að hætta fjandsamlegum aðgerðum sínum gegn landinu okkar, þar á meðal óreglulegum heræfingum, hættulegum ferðum herskipa og herflugvéla og hætta hernaðaruppbyggingu á úkraínsku landsvæði,“ sagði Ryabkov. NATO yrði að draga herafla sinn til baka frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi og útiloka að Úkraína og Georgía gætu nokkurn tíma orðið aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Á sama tíma vilja Úkraínumenn kasta sovéskri fortíð sinni á öskuhaug sögunnar. Þannig hefur öllum minnismerkjum um leiðtoga Sovétríkjanna og táknum um sem áður stóðu í borgum víðs vegar um Úkraínu verið komið á safni í garði skammt frá landamærunum að Rússlandi. Ilia Denysenko safnstjóri sovésku og kommónísku táknmyndanna í Úkraínu.Mynd/Ap Ilia Denysenko safnstjóri segir markmiðið að varðveita söguna og gefa núlifandi kynslóðum færi á að fræðast um hana út frá sjónarhóli og sögu Úkraínumanna. „Við viljum eyða sovéskri söguskoðun sem er enn í huga margra landa okkar, sérstaklega eldri kynslóðarinnar, og taka upp úkraínska söguskoðun í staðinn,“ segir Denysenko. Höggmyndir af sovéskum og úkraísnku kommúnistaleiðtogum hefur verið kastað á öskuhaug sögunnar í Úkraínu.AP Mörg minnismerkjanna voru eyðilögð í uppreisn almennings þegar Victor Janukovits forseta var steypt af stóli eftir mikið kosningasvindl í forsetakosningum árið 2013. Öll tákn kommúnismans voru bönnuð með lögum í Úkraínu árið 2015. Vadim Karasev rússneskumælandi stjórnmálafræðingur í Kænugarði segir að þrjátíu ár frá falli Sovétríkjanna ættu að duga til að pólitísk stefna landsins ráðist ekki af því hvort ráðmenn komi frá austur- eða vesturhluta landsins. Vadim Karasev rússneskumælandi stjórnmálafræðingur í Kænugarði.AP „Hin pólitíska stefna er í átt til Úkraínuvæðingar og Evrópuvæðingar,“ segir Karasev. Á sovéttímanum var rússneska hið opinbera tungumál í Úkraínu og þeir sem ekki töluðu hana voru skörinni lægra í þjóðfélaginu. Stjórnvöld í Úkraínu hafa hins vegar gripið til ýmissra ráða til að gera úkraínsku að eina opinbera tungumáli landsins. „Þetta er meðvituð og úthugsuð stefna sem ríkisstjórnin hefur tekið. Hún nær til laga um menntun, laga um opinbert tungumál og laga um bókaútgáfu, sérstaklega hvað varðar námsbækur,“ segir Karasev. Dana Pavlychko útgefandi segir vaxandi áhuga á bókum á úkraínsku.AP Margir segja að með þessu sé búið að snúa mismuninni við gegn stórum rússneskum minnihluta landsmanna. Yfirvöld veita engan stuðnings til útgáfu bóka á rússnesku en niðurgreiða útgáfu bóka á úkraínsku og það eru háir innflutingstollar á rússneskar bækur og blöð. Dana Pavlychko útgefandi segir vaxandi áhuga á bókum á úkraínsku í landinu. „Fólk vill enn lesa á rússnesku og það er allt í lagi. En miklu fleiri vilja hafa bækur á úkraínsku,“ segir Pavlychko.
Rússland NATO Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. 2. júlí 2021 23:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. 2. júlí 2021 23:01