Roma valtaði yfir Atalanta á útivelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 16:00 Roma voru sterkari aðilinn í dag EPA-EFE/PAOLO MAGNI Atalanta og Roma mættust á heimavelli þess fyrnefnda í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Bæði liðin ofarlega í töflunni og því skipti þessi leikur talsverðu máli. Atalanta sá aldrei til sólar og Roma vann öruggan sigur, 1-4. Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37. Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37.
Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira