Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. desember 2021 13:00 Allt er að verða tilbúið fyrir jólaboð Hjálpræðishersins í ár. Mynd/Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn. Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi. Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi.
Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17