Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:31 Ralf Rangnick tekur í spaðann á Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik sinn í starfi, í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. AP/Jon Super Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði. Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira