„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið eiga krefjandi verkefni fyrir hönfum. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða. „Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
„Mér líst bara vel á dráttinn,“ Sagði Arnar Þór í upphafi fundar. „Varðandi Þjóðadeildina þá er enginn auðveldur andstæðingur að fá, það er bara ósköp einfalt.“ „Ef við skoðum bara eitthvað sem við getum alltaf litið á, þá er það FIFA-heimslistinn. Rússarnir eru lang efstir, þeir eru í 33. sæti eða eitthvað. Svo erum við og Albanía bara á mjög svipuðum stað og Ísrael aðeins fyrir neðan okkur. Það sem er kannski jákvætt við það er að það er langt síðan við spiluðum við Rússland og langt síðan við spiluðum við Ísrael.“ „Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn og við kannski þekkjum ekkert mikið af leikmönnunum og þeim deildum sem knattspyrnuáhugamenn á Íslandi eru að fylgjast með.“ Leiknir verða fjórir leikir í júní og tveir í september, en Arnar segir að það verði mikið álag á liðinu í júlítörninni. „Eins og ég sagði þá eru engir auðveldir andstæðingar í þessu og mér líst bara vel á þetta. Við bíðum bara spennt eftir að vita hvernig leikjaniðurröðunin verður og við fáum hana á morgun frá UEFA.“ „Eins og allir vita þá eru fjórir leikir í júní og tveir í september. Við höfum ekekrt með leikjaniðurröðun að gera þannig að við gætum lent í því að byrja á Íslandi, fara til útlanda, koma aftur til Íslands og fara svo aftur til útlanda.“ „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okakr batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ „Getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021“ Eftir að hafa verið í um ár í starfi sem aðalþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu var Arnar spurður út í það hvort að hann fari með einhverja pressu inn í þetta verkefni. Arnar segist alltaf setja „Það er alltaf pressa að skila úrslitum og ég set alltaf pressu á sjálfan mig að skila úrslitum, það er eitthvað sem allir íþróttamenn gera. Við viljum fara inn í hvern einasta leik til þess að ná í úrslit. Við verðum að nota æfingaleiki í janúar og mars til að halda áfram að mynda þennan hóp og stærsta verkefnið fyrir 2022 er að reyna að mynda ákveðið mengi af leikmönnum sem eru að spila flesta leikina.“ „Við getum ekki farið aftur inn í undankeppni eins og við vorum árið 2021 þar sem va rosalega mikið rót á liðinu. Þá er ég að tala um að fara frá því að vera með elsta liðið í mars í það að vera með yngsta liðið í nóvember. Og að nota rosalega marga leikmenn á einu ári, það er eitthvað sem við viljum forðast.“ „Það er þessi vinna sem er stærsti hlutinn af þessari þróum sem við erum alltaf búnir að vera að tala um í ár.“ Arnar talaði einnig um að markmið liðsins sé að halda sér á þeim stað sem það er núna, í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Að sjálfsögðu er pressa. Við viljum halda okkur í B-deildinni. Bara að horfa á þennan riðil, þá vitum við að það verður ekkert auðvelt. Þegar við horfum á C-deildina þá sjáum við að þar eru lið eins og Tyrkland. Þannig að þetta er bara mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni, og í rauninni frábært verkefni til þess að kenna ungu liði að sækja úrslit.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Rússland, Ísrael og Albanía með Íslandi í riðli Nú rétt þessu í kom í jós hvaða leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á næsta ári, en dregið var í nýja keppni af Þjóðadeildinni. 16. desember 2021 17:41