Lífið samstarf

Áratuga samstarf við íslenska listamenn til stuðnings réttindabaráttu fatlaðs fólks

Landssamtök Þroskahjálpar
Kristín Gunnlaugsdóttir er listamaður ársins á almanaki Landssamtaka Þroskahjálpar
Kristín Gunnlaugsdóttir er listamaður ársins á almanaki Landssamtaka Þroskahjálpar

Listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2022 er komið út.

 Kristín Gunnlaugsdóttir er listamaður ársins en undanfarna fjóra áratugi hafa samtökin fengið íslenskan listamann til að myndskreyta almanakið með nýjum og eldri verkum. Almanakið er einnig númeraður happdrættismiði og á fólk möguleika á að vinna verk og eftirprentanir eftir ýmsa fremstu listamenn þjóðarinnar sem hafa myndskreytt almanakið undanfarin ár.

Valur Alexandersson.

„Kristín Gunnlaugsdóttir er þekkt fyrir sterkar myndir um stöðu kvenna og samfélagið sem við búum í. Kynferðisofbeldi gagnvart fötluðum konum er eitt þeirra mikilvægu mála sem samtökin leggja áherslu á og við erum Kristínu, og öllum listamönnunum sem við höfum starfað með, afskaplega þakklát fyrir stuðninginn og gott samstarf. Almanakið er okkar helsta fjáröflun og forsenda þess að við getum haldið áfram að berjast fyrir réttindum og tækifærum fatlaðs fólks af kappi en samtökin eru nær eingöngu rekin fyrir frjáls framlög einstaklinga,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.

Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem vinna að hagsmunum fatlaðs fólks og berjast fyrir því að það fái raunhæf tækifæri til sjálfstæðs lífs og að virkrar þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. Samtökin leggja sérstaka áherslu á réttindi fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fatlaðra barna og ungmenna.

Ungmennaráð Þroskahjálpar.

„Samtökin voru stofnuð árið 1976 og á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á stöðu fatlaðs fólks og viðhorfum til þess en enn er margt óunnið. Til dæmis hvað varðar tækifæri til að mennta sig, vinna, fá húsnæði, aðgengi að upplýsingum og annars konar þátttöku í samfélaginu,“ segir Inga. „Við stöndum vaktina í afar mörgum og fjölbreyttum málum og með því að kaupa almanakið styður þú við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið átt þú möguleika á að vinna framúrskarandi listaverk. Andvirði þessa happdrættispotts listaverka er um 9 milljónir króna. Hægt er að vinna verk eftir listamenn eins og eins og Loja Höskuldsson, Tolla, Gunnellu, Tryggva Ólafsson, Louisu Matthíasdóttur og fleiri,“ útskýrir Inga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.