Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 14:01 Urban Meyer var rekinn sem þjálfari Jacksonville Jaguars í gær. AP/Gary McCullough Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn. Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira
Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira