Klopp býst við að missa burðarása í mánuð en hyggst ekki nýta gluggann Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 08:31 Mohamed Salah og Sadio Mané eru á leið á Afríkumótið í janúar. EPA-EFE/Peter Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki ætla að nýta félagaskiptagluggann í janúar til að fylla í skörðin sem Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita skilja eftir sig vegna Afríkumótsins. Liverpool kemur til með að vera án alla vega tveggja af þeim þremur í um það bil mánuð vegna mótsins sem hefst í Kamerún 9. janúar og lýkur 6. febrúar. Salah leikur fyrir Egyptaland, Mané fyrir Senegal sem tapaði úrslitaleiknum gegn Alsír á síðasta Afríkumóti, og Keita fyrir Gíneu. „Ég er ánægður með hópinn sem við höfum og við erum enn með valkosti,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Newcastle í kvöld. „Við vissum að þrír væru á leið á mótið og að að minnsta kosti tveir þeirra myndu komast ansi langt á mótinu. Getur maður verið fullkomlega undirbúinn fyrir það? Eins og það sé til maður sem komi í stað Sadio, í stað Mo, og í stað Naby? Það er snúið í öllum tilfellum,“ sagði Klopp. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 15 mörk og Mané hefur skorað sjö. Klopp er þó ekki að barma sér mikið yfir því að missa þá vegna Afríkumótsins. „Málið er að það eru svo margir leikir fram undan á meðan við erum allir enn hérna – þéttasta leikjatörnin er núna – en síðan eigum við líka fullt af leikjum þegar Mo og Naby og Sadio verða ekki hérna. Það þýðir að við þurfum að stilla upp liðið fyrir þessa leiki, líka fyrir leikina í bikarkeppnunum, og svona er staðan og maður getur aldrei undirbúið sig fullkomlega fyrir svona lagað. Við erum hins vegar ansi vissir um að við finnum lausnir,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Liverpool kemur til með að vera án alla vega tveggja af þeim þremur í um það bil mánuð vegna mótsins sem hefst í Kamerún 9. janúar og lýkur 6. febrúar. Salah leikur fyrir Egyptaland, Mané fyrir Senegal sem tapaði úrslitaleiknum gegn Alsír á síðasta Afríkumóti, og Keita fyrir Gíneu. „Ég er ánægður með hópinn sem við höfum og við erum enn með valkosti,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Newcastle í kvöld. „Við vissum að þrír væru á leið á mótið og að að minnsta kosti tveir þeirra myndu komast ansi langt á mótinu. Getur maður verið fullkomlega undirbúinn fyrir það? Eins og það sé til maður sem komi í stað Sadio, í stað Mo, og í stað Naby? Það er snúið í öllum tilfellum,“ sagði Klopp. Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 15 mörk og Mané hefur skorað sjö. Klopp er þó ekki að barma sér mikið yfir því að missa þá vegna Afríkumótsins. „Málið er að það eru svo margir leikir fram undan á meðan við erum allir enn hérna – þéttasta leikjatörnin er núna – en síðan eigum við líka fullt af leikjum þegar Mo og Naby og Sadio verða ekki hérna. Það þýðir að við þurfum að stilla upp liðið fyrir þessa leiki, líka fyrir leikina í bikarkeppnunum, og svona er staðan og maður getur aldrei undirbúið sig fullkomlega fyrir svona lagað. Við erum hins vegar ansi vissir um að við finnum lausnir,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira