Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 07:30 Devonte Graham var vel fagnað eftir ótrúlega sigurkörfu í nótt. AP/Sue Ogrocki Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder. Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira