Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa Snorri Másson skrifar 18. desember 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson er einn auðugasti maður landsins og honum er hugað um íslenska tungu. Í ýtarlegu viðtali við fréttastofu er farið vítt og breitt yfir sviðið í stjórnmálum og atvinnulífi. Vísir/Arnar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn. Brim er á meðal stærstu fyrirtækja landsins og fer með mestan kvóta allra útgerðarfélaga. Forstjórinn hefur lagt áherslu á að leggja málefnum íslenskrar tungu lið og við settumst niður með honum fyrir skemmstu og ræddum áhyggjur hans af tungumálinu og nýlega bókagjöf hans. En við létum ekki hjá líða að velta líka fyrir okkur stöðu íslensks sjávarútvegs, sem hefur átt við ímyndarvanda að etja, og samspil greinarinnar við stjórnmálin í víðum skilningi. „Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn þurfa aðeins að stoppa og segja: Hver er grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins? Hvernig erum við að hugsa um einstaklinginn í samfélaginu? Af því að ég sé núna að mér finnst fólk ekki voðalega hamingjusamt í Evrópusambandinu. Af hverju ættum við þá að vera að taka inn allar þessar reglugerðir og lög og við skiljum ekki einu sinni hvernig við eigum að haga okkur eftir þeim? Svo eru þýdd þarna einhver orð og það skilur enginn orðin,“ segir Guðmundur. Við getum verið í samstarfi við aðrar þjóðir að sögn Guðmundar en endanlegi rétturinn verði alltaf að vera hjá einstaklingum á Íslandi, sem kjósi sitt Alþingi, sem svo setji lögin. Íslendingar þurfi þannig að standa vörð um fullveldi sitt og hluti af því er líka tungumálið. „Við erum sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menningu, sem íslensk tunga er grunnurinn að. Það hefur bara sýnt sig að það er bara gott að búa í svona landi. Ég held að það þurfi skýra hugarfarsbreytingu um að við erum stolt af okkar tungumáli. Þetta er okkar menningararfur. Það eru allir velkomnir hingað en þeir sem ætla að búa hérna, þú verður bara að kunna okkar tungumál. Það er ekki flóknara en það,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þriðji orkupakkinn Evrópusambandið Brim Tengdar fréttir Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. 9. desember 2021 07:01 Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Brim, Kvika og Fossar tilnefnd í flokknum Samfélagsstjarnan Fyrirtækin Brim hf, Kvika banki og Fossar markaðir eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Samfélagsstjarnan. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi. 6. desember 2021 14:43 Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. 7. júlí 2021 11:28 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Brim er á meðal stærstu fyrirtækja landsins og fer með mestan kvóta allra útgerðarfélaga. Forstjórinn hefur lagt áherslu á að leggja málefnum íslenskrar tungu lið og við settumst niður með honum fyrir skemmstu og ræddum áhyggjur hans af tungumálinu og nýlega bókagjöf hans. En við létum ekki hjá líða að velta líka fyrir okkur stöðu íslensks sjávarútvegs, sem hefur átt við ímyndarvanda að etja, og samspil greinarinnar við stjórnmálin í víðum skilningi. „Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn þurfa aðeins að stoppa og segja: Hver er grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins? Hvernig erum við að hugsa um einstaklinginn í samfélaginu? Af því að ég sé núna að mér finnst fólk ekki voðalega hamingjusamt í Evrópusambandinu. Af hverju ættum við þá að vera að taka inn allar þessar reglugerðir og lög og við skiljum ekki einu sinni hvernig við eigum að haga okkur eftir þeim? Svo eru þýdd þarna einhver orð og það skilur enginn orðin,“ segir Guðmundur. Við getum verið í samstarfi við aðrar þjóðir að sögn Guðmundar en endanlegi rétturinn verði alltaf að vera hjá einstaklingum á Íslandi, sem kjósi sitt Alþingi, sem svo setji lögin. Íslendingar þurfi þannig að standa vörð um fullveldi sitt og hluti af því er líka tungumálið. „Við erum sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menningu, sem íslensk tunga er grunnurinn að. Það hefur bara sýnt sig að það er bara gott að búa í svona landi. Ég held að það þurfi skýra hugarfarsbreytingu um að við erum stolt af okkar tungumáli. Þetta er okkar menningararfur. Það eru allir velkomnir hingað en þeir sem ætla að búa hérna, þú verður bara að kunna okkar tungumál. Það er ekki flóknara en það,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þriðji orkupakkinn Evrópusambandið Brim Tengdar fréttir Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. 9. desember 2021 07:01 Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Brim, Kvika og Fossar tilnefnd í flokknum Samfélagsstjarnan Fyrirtækin Brim hf, Kvika banki og Fossar markaðir eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Samfélagsstjarnan. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi. 6. desember 2021 14:43 Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. 7. júlí 2021 11:28 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið. 9. desember 2021 07:01
Viðskiptaverðlaun Innherja 2021: Brim, Kvika og Fossar tilnefnd í flokknum Samfélagsstjarnan Fyrirtækin Brim hf, Kvika banki og Fossar markaðir eru tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Samfélagsstjarnan. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi. 6. desember 2021 14:43
Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. 7. júlí 2021 11:28