Skammdegið - þú veist Martha Árnadóttir skrifar 15. desember 2021 12:00 Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun