Lineker útskýrði umdeildan endi formúlunnar á fótboltamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 11:31 Gary Lineker og Lewis Hamilton. Það voru margir ósáttir fyrir hönd Hamilton og þar á meðal var Lineker. Getty/Bryn Lennon&Tim P. Whitby Það hafa margir sérfræðingar velt fyrir sér niðurstöðunni í formúlu eitt í ár þar sem Max Verstappen varð heimsmeistari eftir æsispennandi lokakeppni og hann endaði um leið fimm ára sigurgöngu Lewis Hamilton. Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug. Formúla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug.
Formúla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira