Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 07:30 Stephen Curry faðmar pabba sinn, Dell Curry, eftir að hafa slegið metið yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. AP/Mary Altaffer Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa. Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira