Handbolti

Íslendingarnir höfðu hægt um sig er Magdeburg sigraði toppslaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað í kvöld, en lagði upp þrjú mörk fyrir samherja sína.
Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað í kvöld, en lagði upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson höfðu hægt um sig er Magdeburg hafði betur gegn Sävehof í toppslag C-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 26-29.

Heimamenn í Sävehof byrjuðu af miklum karfti og komust í 7-2 snemma í fyrri hálfleik. Þýsku gestirnir vöknuðu þá til lífsins og náðu að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks, en staðan var 11-11 þegar gengið var til búningsherbergja.

Magdeburg náði svo yfirhöndinni í síðari hálfleik og náðu mest sex marka forystu í stöðunni 18-24. Eftir það var sigur þeirra í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 26-29. Hvorki Ómar Ingi né Gísli Þorgeir komust á blað í kvöld, en Ómar lagði upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína.

Magdeburg er sem fyrr á toppi C-riðils nú með 11 stig eftir sex leiki, þremur stigum meira en Sävehof sem situr í örðu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×