„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val í vetur. Hún er með 6,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. „Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira