Segja milljónir barna seldar í þræla- og kynlífsvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 08:46 Samkvæmt skýrslu Lumos eru milljónir barna út um allan heim rændar barnæskunni. Getty/Beata Zawrzel Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lumos, sem voru stofnuð af rithöfundinum J.K. Rowling, segja um 5,4 milljónir barna út um allan heim búa á barnaheimilum þar sem þarfir þeirra eru vanræktar og þau eru misnotuð. Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira