Segja milljónir barna seldar í þræla- og kynlífsvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 08:46 Samkvæmt skýrslu Lumos eru milljónir barna út um allan heim rændar barnæskunni. Getty/Beata Zawrzel Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lumos, sem voru stofnuð af rithöfundinum J.K. Rowling, segja um 5,4 milljónir barna út um allan heim búa á barnaheimilum þar sem þarfir þeirra eru vanræktar og þau eru misnotuð. Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá. Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Lumos sendu frá sér skýrslu í gær sem Guardian segir þá fyrstu þar sem sýnt er fram á alþjóðlegt mynstur mansals á munaðarleysingjaheimilum. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 84 samtökum í 45 ríkjum. Í henni er rakið hvernig börnin eru notuð til að tryggja fjárframlög, meðal annars með því að halda þeim vannærðum og við afar bágar aðstæður. Þá er greint frá tilvikum þar sem barnaheimili voru í raun bækistöðvar fyrir mansal, þar sem börnin voru leigð kynferðisbrotamönnum í nokkrar klukkustundir eða daga. Þá eru börnin einnig gerð út til að betla eða seld í vinnu, til að mynda á plantekrum og á námum. Það vekur athygli að mansal af þessu tagi virðist meira þar sem ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu áratugi, meðal annars í Kambódíu og Úganda. Í skýrslunni er greint frá því þegar um hundrað börn reyndu að flýja munaðarleysingjaheimili í Gvatemala eftir að hafa sætt misnotkun. Lögregla hafði upp á krökkunum og færði þau til baka. Fimmtíu og sex stúlkur, sem hafði verið komið fyrir í litlu herbergi, kveiktu eld til að ná athygli lögreglumanna fyrir utan. Þeir brugðist ekki við og 41 stúlka lést. Samkvæmt skýrslunni er stundum um það að ræða að börn séu keypt af fátækum fjölskyldum og notuð til að hagnast á þeim. Talið er að í mörgum tilvikum séu þeir sem styðja umræddar stofnanir grunlausir um hvað raunverulega á sér stað innan þeirra. Guardian greindi frá.
Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira