Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 13. desember 2021 23:44 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29