Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 13. desember 2021 23:44 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Staða öryrkja hefur verið borin saman við stöðu þeirra sem eru atvinnulausir en atvinnulausir fá um 92 þúsund króna desemberuppbót. Í ár fá öryrkjar ekki nema um 48 þúsund krónur og er því um 45 þúsund króna munur á. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að gefa öryrkjum 50 þúsund króna eingreiðslu til að brúa bilið sem verður ekki gert í ár. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í þetta á þinginu í dag og segir Inga að Katrín hafi í raun ekki svarað fyrirspurninni. „Þetta voru bara útúrsnúningar eins og þeim einum er lagið ef við erum að koma með spurningar fyrir þau í óundirbúnum fyrirspurnum, því miður,“ sagði Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þegar þú talar um 48 þúsund krónur í jólabónus, eða desemberuppbót til öryrkja núna, þetta skerðir allt. Þetta er skattað og þetta skerðir og uppi standa þau með ekki neitt,“ sagði Inga. Hún gagnrýnir að ekki meira sé gert fyrir þá sem minnst mega sín á meðan komið sé til móts við aðra betur stadda. „Á meðan getum við lækkað hér bankaskatt um milljarða króna og við getum verið að gefa aðgang að sjávarauðlindinni nánast ókeypis og geta ekki rétt fátæku fólki hjálparhönd og gefið því gleðileg jól þá er ég gjörsamlega miður mín,“ segir Inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau muni ekki taka utan um þennan þjóðfélagshóp þegar málin okkar ganga bæði í gegn um fjárlög og svo getum við komið því líka inn í fjárauka og þá gætu þau fengið greitt fyrir jólin.“ Hún segir þrátt fyrir þetta að ríkisstjórnin geti ekki annað en hlustað á sig. „Þau hlusta á mig, þau geta ekki annað. Ég hef alltaf svo hátt. En jú þau hlusta og auðvitað vita þau að þetta er svona en það er bara spurningin um að taka utan um það og framkvæma hlutina. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Jól Tengdar fréttir Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. 13. desember 2021 14:32
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29