Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 19:00 Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir hið opinbera þurfa að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt. Vísir Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58