Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 19:00 Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir hið opinbera þurfa að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt. Vísir Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58