Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 17:26 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kíktí á bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag en aukinn kraftur hefur verið settur í örvunarbólusetningar í Bretlandi vegna útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21