Spænski kvennaboltinn útilokaður frá mögulegri fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 10:31 Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona eru langbesta lið í heimi. Það virðist þó sem liðið standi höllum fæti fjárhagslega gegn stærstu liðum Evrópu. Boris Streubel/Getty Images Það virðist sem spænsk knattspyrna gæti farið að blómstra á ný en talið er að félög í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, séu við það að fá innspýtingu upp á þrjá milljarða evra á komandi árum. Kvennaboltinn mun hins vegar ekki fá sjá krónu af þessari upphæfð. Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira