Donna Hargett, sem tók myndbandið upp, segir atvikið hafa verið mjög hlægilegt. Hún segist nokkuð viss um að björninn hafi verið að vernda yfirráðasvæði sitt gegn þessar uppblásnu ógn.
Árásin, ef svo má kalla, átti sér stað í úthverfi Los Angeles sem kallast Monrovia. Þar eru íbúar nokkuð vanir bjarndýrum en Hargett segir að björn hafi eitt sinn komið inn um glugga hjá henni og meðal annars farið upp í rúmið hennar. Hún hafi ekki verið heima en fótspor hafi verið í rúminu, samkvæmt frétt CBS í Los Angeles.
Hún sagði þessi tvo bjarndýr sjást reglulega í hverfinu.