Vala leit við á einstakt jólaheimili Siggu og fékk að sjá hvernig hún kemur sér fyrir um jólin.
Heimili hennar er í raun eins og myndlistargallerí því þar eru verðlaunagripir og hönnun í hverju horni.
Stílistinn Þórunn Högna hefur slegið í gegn með hugmyndum sínum að fallegum skreytingum fyrir heimilið sem ekki kosta mikið og fór hún ítarlega yfir þær lausnir í þættinum í gær.
Þórunn segist vera með kransa dellu og tískan í krönsum og skreytingum í ár er töff Gucci grænn litur.
Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi.