Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 18:57 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra vonast til að örvunarbólusetning landsmanna skili tilætluðum árangri og að hægt verði að slaka á sóttvarnaaðgerðum í framhaldi af þeim. Vísir/Arnar Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41