Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2021 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fóru yfir stöðu fjármála þjóðarinnar á fundi með fjölmiðlum í dag. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37