Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 13:30 Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðu sína. vísir/vilhelm Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Fundurinn fór fram í fundarsal ÍSÍ í Laugardal klukkan 14. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Textalýsingu með því helsta sem fram kom má finna neðst í fréttinni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, er formaður úttektarnefndarinnar. Þar eiga jafnframt sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok sumars og stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfarið, eftir gagnrýni vegna viðbragða, eða meints skorts á viðbrögðum, við ásökunum í garð landsliðsmanna um kynferðisofbeldi. Áður en stjórnin hætti fór hún þess á leit við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að gerði yrði óháð úttekt á viðbrögðum og málsferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. ÍSÍ skipaði því fyrrgreinda úttektarnefnd og hér að neðan má sjá hlutverk hennar. Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Uppfært klukkan 14:49 Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá að ofan og beina textalýsingu frá fundinum að neðan.
Nefndinni var ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira