Tuttugu og fimm íslenskir krimmar komu út í ár Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2021 10:19 Glæpir eru Íslendingum hugleiknir. Það sýnir sig meðal annars á miklum áhuga landsmanna á glæpasögum. Vísir/Vilhelm Hið íslenska glæpafélag tilnefnir fimm glæpasögur til blóðdropans á fimmtudaginn. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur nú plægt sig í gegnum hvorki fleiri né færri en 23 krimma sem út komu á þessu ári og tilnefnt fimm úr þessum myndarlega bunka til Blóðdropans, verðlauna félagsins fyrir bestu glæpasögu ársins. Dómnefndina skipa þau Helga Birgisdóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Snæbjörn Pálsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ævari Erni Jósepssyni foringja Hins íslenska glæpafélags, sem er félagsskapur áhugafólks um glæpasagnaskrif. Ekkert lát er á vinsældum þessarar bókmenntagreinar en það sýnir sig meðal annars á sölulistum sem Vísir birtir í hverri jólabókavertíð. „Er þetta í fyrsta skipti sem við tilnefnum nokkra gæðakrimma í aðdraganda jóla í stað þess að hafa sögurnar bara allar í pottinum þar til sigurvegarinn er útnefndur að vori,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að flett verði ofan af þeim fimm sem helst eru grunuð um að hafa skrifað besta krimma ársins í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi fimmtudaginn 9. desember klukkan 17.00. Krimmarnir sem um ræðir og eru undir í ár eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Dansarinn – Óskar Guðmundsson Farangur – Ragnheiður Gestsdóttir Hjálp! – Fritz Már Jörgensson Höggið – Unnur Lilja Aradóttir Horfnar – Stefán Máni Hringferðin – Anna Margrét Sigurðardóttir Hylurinn – Gróa Finnsdóttir Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Kópernika – Sölvi Björn Sigurðsson Launsátur – Jónína Leósdóttir Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir Mannavillt – Anna Ólafsdóttir Björnsson Morðið við Huldukletta – Stella Blómkvist Náhvít jörð – Lilja Sigurðardóttir Rósa – Guðrún Sigríður Sæmundsen Skaði – Sólveig Pálsdóttir Skollaleikur: Saga um glæp – Ármann Jakobsson Stúlkan með rauða hárið – Róbert Marvin Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Úti – Ragnar Jónasson Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson Þú sérð mig ekki – Eva Björg Ægisdóttir Ættarmótið – Guðrún S. Guðlaugsdóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur nú plægt sig í gegnum hvorki fleiri né færri en 23 krimma sem út komu á þessu ári og tilnefnt fimm úr þessum myndarlega bunka til Blóðdropans, verðlauna félagsins fyrir bestu glæpasögu ársins. Dómnefndina skipa þau Helga Birgisdóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Snæbjörn Pálsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ævari Erni Jósepssyni foringja Hins íslenska glæpafélags, sem er félagsskapur áhugafólks um glæpasagnaskrif. Ekkert lát er á vinsældum þessarar bókmenntagreinar en það sýnir sig meðal annars á sölulistum sem Vísir birtir í hverri jólabókavertíð. „Er þetta í fyrsta skipti sem við tilnefnum nokkra gæðakrimma í aðdraganda jóla í stað þess að hafa sögurnar bara allar í pottinum þar til sigurvegarinn er útnefndur að vori,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að flett verði ofan af þeim fimm sem helst eru grunuð um að hafa skrifað besta krimma ársins í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi fimmtudaginn 9. desember klukkan 17.00. Krimmarnir sem um ræðir og eru undir í ár eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Dansarinn – Óskar Guðmundsson Farangur – Ragnheiður Gestsdóttir Hjálp! – Fritz Már Jörgensson Höggið – Unnur Lilja Aradóttir Horfnar – Stefán Máni Hringferðin – Anna Margrét Sigurðardóttir Hylurinn – Gróa Finnsdóttir Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Kópernika – Sölvi Björn Sigurðsson Launsátur – Jónína Leósdóttir Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir Mannavillt – Anna Ólafsdóttir Björnsson Morðið við Huldukletta – Stella Blómkvist Náhvít jörð – Lilja Sigurðardóttir Rósa – Guðrún Sigríður Sæmundsen Skaði – Sólveig Pálsdóttir Skollaleikur: Saga um glæp – Ármann Jakobsson Stúlkan með rauða hárið – Róbert Marvin Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Úti – Ragnar Jónasson Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson Þú sérð mig ekki – Eva Björg Ægisdóttir Ættarmótið – Guðrún S. Guðlaugsdóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira