Segja að Godfrey hafi ætlað sér að stíga á Tomiyasu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 09:02 Takehiro Tomiyasu var með áverka á hökunni eftir að Ben Godfrey steig á hann í gær. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta og núverandi sparkspekingur, segist vera alveg viss um að það hafi ekki verið neitt óviljaverk hjá Ben Godfrey að stíga á andlit Takehiro Tomiyasu í leik Everton og Arsenal í gærkvöldi. Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00