Búa sig undir að flugumferð raskist ef gýs í Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2021 20:40 Árni Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Isavia ANS (Air navigation services). Sigurjón Ólason Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og víðar í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Grímsvatnahlaupið er núna talið hafa tæmt vötnin að mestu en hlaupvatnið rann fram í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Þar sem nokkur dæmi eru um að svona skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hafi hleypt af stað gosi klingdu allar viðvörunarbjöllur í morgun þegar skjálftahrina hófst. Kristín Jónsdóttir er jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands.Sigurjón Ólason „Stærsti skjálftinn var 3,6, sem er töluvert öflugur skjálfti, sérstaklega miðað við þessa eldstöð. Þannig að við brugðumst við því,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands. Það var gert með því að hækka viðvörunarstig Grímsvatna vegna alþjóðaflugs úr gulum lit í appelsíngulan. „Og ætlum að halda því núna líklega í svona sólarhring að öllu óbreyttu. Við erum sem sagt í rauninni bara komin ennþá meira á tærnar varðandi það að þarna geti komið eldgos,“ segir Kristín. Og það yrði öskugos en síðasta Grímsvatnagos árið 2011 truflaði flugumferð um hríð, bæði hérlendis og erlendis. Frá upphafi síðasta eldgoss í Grímsvötnum í maímánuði árið 2011.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarmiðstöð Isavia á Reykjavíkurflugvelli eru menn byrjaðir að fara yfir verkferla vegna hugsanlegs goss. „Við erum alveg á tánum ef það fer af stað. Það myndi gefa okkur heilmikla ösku,“ segir Árni Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Isavia ANS, og rifjar upp að Grímsvatnagosið 2011 hafi skilað meiri ösku heldur en Eyjafjallajökulsgosið. „Við búumst við stóru gosi, ef það kemur. Allavega erum við viðbúnir fyrir það.“ -Þannig að það gæti truflað heilmikið flugumferð? „Það gæti gert það. Alveg örugglega. Og teygt sig inn til Evrópu, eins og gerðist fyrir tíu árum síðan,“ segir Árni. Og Veðurstofan er byrjuð að gera öskuspár, bæði fyrir flug og byggðir. „Askan, hún færi til norðvesturs, ef það kæmi upp gos akkúrat núna,“ segir Kristín, en það þýddi stefnu í átt til Hofsjökuls og Húnaflóa. Loftrými í 120 sjómílna radíus út frá Grímsvötnum yrði lokað í upphafi eldgoss. Keflavíkurflugvöllur myndi sleppa en Reykjavíkurflugvöllur er á mörkunum.Grafík/Ragnar Visage Ef eldgos hefst og Grímsvötn fara á rauðan lit yrði allt flug innan 120 sjómílna frá eldstöðinni samstundis bannað og loftrýmið innan hringsins rýmt. Keflavíkurflugvöllur myndi lenda utan hringsins, Reykjavíkurflugvöllur yrði á mörkunum en flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum yrðu innan hringsins. „En þetta er kannski bara í tuttugu mínútur, í mesta lagi í klukkutíma. Þetta er bara til að gefa okkur andrými til þess að sjá hvar vindar blása í efri hæðum og hver staðan er. Hversu mikil aska er og annað þessháttar,“ segir Árni. Um leið og spá um öskudreifingu lægi fyrir yrði flugbanni aflétt. Það yrði síðan ekki lengur í höndum flugumferðarstjóra heldur flugrekenda að ákveða flug, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi árið 2014. Sigketillinn nýi í Vatnajökli. Hann er suðaustur af Grímsvötnum.Vísir/RAX Athygli vakti um helgina að nýr sigketill hafði myndast í Vatnajökli suðaustan Grímsvatna. „Það hefur líklega orðið þarna einhver aukning í jarðhita. Það vatn hefur í rauninni bara skolast með hlaupinu og myndað þennan ketil,“ segir Kristín en tekur fram að áformað sé að kanna þetta betur á morgun með flugi yfir sigdældina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn. 6. desember 2021 10:33 Flugumferð raskast verulega í Þýskalandi vegna ösku Lofthelgi í Norður-Þýskalandi er að lokað vegna öskunnar. Þá verður lofthelginni yfir Berlín og Hannover lokað í dag. Mögulegt er að askan nái alla leið til Póllands. 25. maí 2011 08:12 Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. 24. maí 2011 18:38 Gosið veldur verðfalli á hlutum í flugfélögum Gosið í Grímsvötnum hefur valdið því að hlutir í flugfélögum og stórum ferðaskrifstofum hafa fallið á markaðinum í London í morgun. Í frétt um málið í Guardian segir að ástæðan sé einkum sú að menn óttist að gosskýið muni loka loftrými Bretlands og þar með valda miklum truflunum á flugi til og frá landinu. 23. maí 2011 08:41 Búið að aflýsa 252 flugferðum - Ryanair flaug inn í öskuna Búið er að aflýsa 252 flugum í Evrópu vegna ösku sem hefur borist frá frá Grímsvötnum samkvæmt evrópsku flugumferðastjórninni. 24. maí 2011 10:45 Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14 Keflavíkurflugvöllur gæti lokast aftur í kvöld Það ræðst klukkan sex í dag hvort að loka þurfi Keflavíkurflugvelli aftur í kvöld. Flugvellinum var lokað í gærmorgun en opnaði svo aftur í gærkvöldi. 24. maí 2011 14:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Grímsvatnahlaupið er núna talið hafa tæmt vötnin að mestu en hlaupvatnið rann fram í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Þar sem nokkur dæmi eru um að svona skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hafi hleypt af stað gosi klingdu allar viðvörunarbjöllur í morgun þegar skjálftahrina hófst. Kristín Jónsdóttir er jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands.Sigurjón Ólason „Stærsti skjálftinn var 3,6, sem er töluvert öflugur skjálfti, sérstaklega miðað við þessa eldstöð. Þannig að við brugðumst við því,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands. Það var gert með því að hækka viðvörunarstig Grímsvatna vegna alþjóðaflugs úr gulum lit í appelsíngulan. „Og ætlum að halda því núna líklega í svona sólarhring að öllu óbreyttu. Við erum sem sagt í rauninni bara komin ennþá meira á tærnar varðandi það að þarna geti komið eldgos,“ segir Kristín. Og það yrði öskugos en síðasta Grímsvatnagos árið 2011 truflaði flugumferð um hríð, bæði hérlendis og erlendis. Frá upphafi síðasta eldgoss í Grímsvötnum í maímánuði árið 2011.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarmiðstöð Isavia á Reykjavíkurflugvelli eru menn byrjaðir að fara yfir verkferla vegna hugsanlegs goss. „Við erum alveg á tánum ef það fer af stað. Það myndi gefa okkur heilmikla ösku,“ segir Árni Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Isavia ANS, og rifjar upp að Grímsvatnagosið 2011 hafi skilað meiri ösku heldur en Eyjafjallajökulsgosið. „Við búumst við stóru gosi, ef það kemur. Allavega erum við viðbúnir fyrir það.“ -Þannig að það gæti truflað heilmikið flugumferð? „Það gæti gert það. Alveg örugglega. Og teygt sig inn til Evrópu, eins og gerðist fyrir tíu árum síðan,“ segir Árni. Og Veðurstofan er byrjuð að gera öskuspár, bæði fyrir flug og byggðir. „Askan, hún færi til norðvesturs, ef það kæmi upp gos akkúrat núna,“ segir Kristín, en það þýddi stefnu í átt til Hofsjökuls og Húnaflóa. Loftrými í 120 sjómílna radíus út frá Grímsvötnum yrði lokað í upphafi eldgoss. Keflavíkurflugvöllur myndi sleppa en Reykjavíkurflugvöllur er á mörkunum.Grafík/Ragnar Visage Ef eldgos hefst og Grímsvötn fara á rauðan lit yrði allt flug innan 120 sjómílna frá eldstöðinni samstundis bannað og loftrýmið innan hringsins rýmt. Keflavíkurflugvöllur myndi lenda utan hringsins, Reykjavíkurflugvöllur yrði á mörkunum en flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum yrðu innan hringsins. „En þetta er kannski bara í tuttugu mínútur, í mesta lagi í klukkutíma. Þetta er bara til að gefa okkur andrými til þess að sjá hvar vindar blása í efri hæðum og hver staðan er. Hversu mikil aska er og annað þessháttar,“ segir Árni. Um leið og spá um öskudreifingu lægi fyrir yrði flugbanni aflétt. Það yrði síðan ekki lengur í höndum flugumferðarstjóra heldur flugrekenda að ákveða flug, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi árið 2014. Sigketillinn nýi í Vatnajökli. Hann er suðaustur af Grímsvötnum.Vísir/RAX Athygli vakti um helgina að nýr sigketill hafði myndast í Vatnajökli suðaustan Grímsvatna. „Það hefur líklega orðið þarna einhver aukning í jarðhita. Það vatn hefur í rauninni bara skolast með hlaupinu og myndað þennan ketil,“ segir Kristín en tekur fram að áformað sé að kanna þetta betur á morgun með flugi yfir sigdældina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn. 6. desember 2021 10:33 Flugumferð raskast verulega í Þýskalandi vegna ösku Lofthelgi í Norður-Þýskalandi er að lokað vegna öskunnar. Þá verður lofthelginni yfir Berlín og Hannover lokað í dag. Mögulegt er að askan nái alla leið til Póllands. 25. maí 2011 08:12 Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. 24. maí 2011 18:38 Gosið veldur verðfalli á hlutum í flugfélögum Gosið í Grímsvötnum hefur valdið því að hlutir í flugfélögum og stórum ferðaskrifstofum hafa fallið á markaðinum í London í morgun. Í frétt um málið í Guardian segir að ástæðan sé einkum sú að menn óttist að gosskýið muni loka loftrými Bretlands og þar með valda miklum truflunum á flugi til og frá landinu. 23. maí 2011 08:41 Búið að aflýsa 252 flugferðum - Ryanair flaug inn í öskuna Búið er að aflýsa 252 flugum í Evrópu vegna ösku sem hefur borist frá frá Grímsvötnum samkvæmt evrópsku flugumferðastjórninni. 24. maí 2011 10:45 Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14 Keflavíkurflugvöllur gæti lokast aftur í kvöld Það ræðst klukkan sex í dag hvort að loka þurfi Keflavíkurflugvelli aftur í kvöld. Flugvellinum var lokað í gærmorgun en opnaði svo aftur í gærkvöldi. 24. maí 2011 14:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn. 6. desember 2021 10:33
Flugumferð raskast verulega í Þýskalandi vegna ösku Lofthelgi í Norður-Þýskalandi er að lokað vegna öskunnar. Þá verður lofthelginni yfir Berlín og Hannover lokað í dag. Mögulegt er að askan nái alla leið til Póllands. 25. maí 2011 08:12
Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. 24. maí 2011 18:38
Gosið veldur verðfalli á hlutum í flugfélögum Gosið í Grímsvötnum hefur valdið því að hlutir í flugfélögum og stórum ferðaskrifstofum hafa fallið á markaðinum í London í morgun. Í frétt um málið í Guardian segir að ástæðan sé einkum sú að menn óttist að gosskýið muni loka loftrými Bretlands og þar með valda miklum truflunum á flugi til og frá landinu. 23. maí 2011 08:41
Búið að aflýsa 252 flugferðum - Ryanair flaug inn í öskuna Búið er að aflýsa 252 flugum í Evrópu vegna ösku sem hefur borist frá frá Grímsvötnum samkvæmt evrópsku flugumferðastjórninni. 24. maí 2011 10:45
Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14
Keflavíkurflugvöllur gæti lokast aftur í kvöld Það ræðst klukkan sex í dag hvort að loka þurfi Keflavíkurflugvelli aftur í kvöld. Flugvellinum var lokað í gærmorgun en opnaði svo aftur í gærkvöldi. 24. maí 2011 14:38