Ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2021 12:16 Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í gær en skjálftavirkni hófst á svæðinu í morgun. Vísir/RAX Viðvörunarstig vegna Grímsvatna hefur verið fært yfir í appelsínugulan lit fyrir alþjóðaflug vegna skjálftavirkni sem hófst á svæðinu í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir engan gosóróa mælast á svæðinu að svo stöddu en ekki sé hægt að útiloka neitt þegar kemur að Grímsvötnum. Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28
Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15
RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01