Yngsta íslenska konan til að fara upp með hundrað kíló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 11:30 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir verður ekki sautján ára fyrr um mitt næsta ar en hún er þegar farin að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Instagram/@ulfhildurarna Úlfhildur Arna Unnarsdóttir setti bæði íslensk og sænsk met þegar hún varð sænskur unglingameistari í ólympískum lyftingum um helgina. Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu. Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Sjá meira
Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu.
Lyftingar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Sjá meira