Segir stjórn Liverpool þurfa að leysa málið | Er ánægður með að vera orðaður við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 17:31 Salah vill að samningsmál sín verði leyst sem fyrst. EPA-EFE/Peter Powell Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023. Þessi magnaði leikmaður hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og segist vera ánægður að hann sé orðaður við Barcelona. Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira