Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2021 13:16 Mjög strangar aðbúnaðarreglugerðir eru á Íslandi varðandi aðbúnað þeirra skepna, sem bændur eiga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar. Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira