Körfubolti

NBA: Nautin ryðjast áfram

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
DeRozan og Zach LaVine sáu um Brooklyn
DeRozan og Zach LaVine sáu um Brooklyn Mike Stobe/Getty Images

DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, heldur áfram að stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum liðsins en hann átti enn einn frábæra leikinn í nótt.

Chicago Bulls bar sigurorð af Brooklyn Nets, 107-111, í toppslag Austurdeildarinnar sem fór fram í nótt. Bulls tók fljótlega forystuna en Brooklyn voru aldrei langt undan. DeRozan var frábær í lok leiksins og skilaði sigrinum til Chicago. Zach LaVine var stigahæstur hjá Bulls með 31 stig en hjá Nets var Kevin Durant atkvæðamestur með 28 stig.

Eitt heitasta lið deildarinnar, Golden State Warriors, þurfti að þola tap á heimavelli gegn San Antonio Spurs, 107-112. Warriors, sem hafa besta vinningshlutfallið í vetur, komst yfir og héldu margir að það væri einungis formsatriði að klára leikinn. Það reyndist ekki raunin og San Antonio tók öll völd á vellinum í fjórða leikhluta sem skilaði sigrinum. Dejounte Murray skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs en Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State.

Baunaborgarmennirnir í Boston Celtics unnu stórsigur á Portland Trailblazers, 117-145, á heimavelli Portland í Oregon. Frábær sigur hjá Boston, en það eru stór vandamál í Portland liðinu og þarf nýr þjálfari liðsins, Chauncey Billups, heldur betur að fara að teikniborðinu. Jayson Tatum og Dennis Schröder skoruðu 31 stig hvor fyrir Boston en hjá Portland skoraði CJ McCollum 24.

Önnur úrslit næturinnar:

New York Knicks 99-113 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 124-102 Miami Heat

Dallas Mavericks 90-97 Memphis Grizzlies

Sacramento Kings 104-99 Los Angeles Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×