XY sigraði Sögu á ný Snorri Rafn Hallsson skrifar 4. desember 2021 12:30 Þegar liðin mættust í fyrstu umferð Vodafonedeildarinnar á þessu tímabili buðu þau upp á æsispennandi leik í Nuke þar sem XY rétt svo hafði betur 16-14. Saga hefur verið á ágætis spretti undanfarið og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en XY mætti til leiks eftir sárt tap gegn Ármanni í síðustu umferð þar sem Ármann laumaði sér upp fyrir þá á töflunni. Því gat XY þó snúið við þar sem Ármann hafði ekki erindi sem erfiði gegn Dusty á þriðjudagskvöldið og því mikilvægt fyrir XY að hafa betur hér. Báðum liðum hefur liðið vel í Nuke kortinu og því vakti það athygli að Saga kaus að leggja leið liðanna í Overpass þrátt fyrir að hafa getað valið Nuke. XY vann hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) og hófst þá sprettur sem ætlaði engan endi að taka. KiddiDisco sem er nýr í liði XY bjargaði fyrstu lotunni fyrir horn þrátt fyrir að Criis hafi ná fjórum fellum fyrir lið Sögu. Í næstu lotum reyndi Saga bæði að fara hægt og hratt en vörn XY sá við því öllu. XY vann loturnar af með marga liðsmenn enn á lífi á meðan Saga virtist eiga í samskiptaerfiðleikum og urðu fljótt uppiskroppa með hugmyndir. Lítið sást til ADHD og Dom framan af á meðan XY dreifði fellum jafnt á sína leikmenn, leitaði að upplýsingum og bauð upp á skemmtilegar uppstillingar. Byrinn var því með XY sem komst í stöðuna 8-1 áður en leikmenn sögu fóru að sýna lit. Forskot XY var þó stórt í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: XY 11 - 4 Saga Saga vann fyrstu lotuna í síðari hálfleik en XY svaraði strax í næstu sparlotu og og kom sér fljótt í stöðuna 14-5. Það var þá sem Saga fór loks á smá skrið og munaði um opnanir frá Dom og ADHD sem einnig fóru að vinna einvígi sín. Í stöðunni 14-10 frysti XY hins vegar leikinn og tók sér tíma í upphafi hverrar lotu til að stilla upp yfirvegaðri sókn og sigldi liðið þannig sigrinum heim. Lokastaða: XY 16 - 10 Saga Með sigrinum kom XY sér aftur upp í þriðja sæti en Saga situr enn í því sjötta. Í næstu viku tekur XY á móti Kórdrengjum á þriðjudaginn, en Saga mætir hins vegar Dusty á föstudaginn. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Þegar liðin mættust í fyrstu umferð Vodafonedeildarinnar á þessu tímabili buðu þau upp á æsispennandi leik í Nuke þar sem XY rétt svo hafði betur 16-14. Saga hefur verið á ágætis spretti undanfarið og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en XY mætti til leiks eftir sárt tap gegn Ármanni í síðustu umferð þar sem Ármann laumaði sér upp fyrir þá á töflunni. Því gat XY þó snúið við þar sem Ármann hafði ekki erindi sem erfiði gegn Dusty á þriðjudagskvöldið og því mikilvægt fyrir XY að hafa betur hér. Báðum liðum hefur liðið vel í Nuke kortinu og því vakti það athygli að Saga kaus að leggja leið liðanna í Overpass þrátt fyrir að hafa getað valið Nuke. XY vann hnífalotuna og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) og hófst þá sprettur sem ætlaði engan endi að taka. KiddiDisco sem er nýr í liði XY bjargaði fyrstu lotunni fyrir horn þrátt fyrir að Criis hafi ná fjórum fellum fyrir lið Sögu. Í næstu lotum reyndi Saga bæði að fara hægt og hratt en vörn XY sá við því öllu. XY vann loturnar af með marga liðsmenn enn á lífi á meðan Saga virtist eiga í samskiptaerfiðleikum og urðu fljótt uppiskroppa með hugmyndir. Lítið sást til ADHD og Dom framan af á meðan XY dreifði fellum jafnt á sína leikmenn, leitaði að upplýsingum og bauð upp á skemmtilegar uppstillingar. Byrinn var því með XY sem komst í stöðuna 8-1 áður en leikmenn sögu fóru að sýna lit. Forskot XY var þó stórt í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: XY 11 - 4 Saga Saga vann fyrstu lotuna í síðari hálfleik en XY svaraði strax í næstu sparlotu og og kom sér fljótt í stöðuna 14-5. Það var þá sem Saga fór loks á smá skrið og munaði um opnanir frá Dom og ADHD sem einnig fóru að vinna einvígi sín. Í stöðunni 14-10 frysti XY hins vegar leikinn og tók sér tíma í upphafi hverrar lotu til að stilla upp yfirvegaðri sókn og sigldi liðið þannig sigrinum heim. Lokastaða: XY 16 - 10 Saga Með sigrinum kom XY sér aftur upp í þriðja sæti en Saga situr enn í því sjötta. Í næstu viku tekur XY á móti Kórdrengjum á þriðjudaginn, en Saga mætir hins vegar Dusty á föstudaginn. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.