Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 15:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira