Innlent

Sam­þykkja að hefja form­legar sam­einingar­við­ræður

Atli Ísleifsson skrifar
Þórshöfn er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Langanesbyggð.
Þórshöfn er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm

Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa nú báðar samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í gær, en hreppsnefnd Svalbarðshrepps gerði slíkt hið sama á fundi í síðasta mánuði.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að íbúafjöldinn í Langanesbyggð í ársbyrjun hafi verið 504 en í Svalbarðshreppi hafi þeir verið 94. Stærstu þéttbýlisstaðirnir í Langanesbyggð eru Þórshöfn og Bakkafjörður.

Á vef Langanesbyggðar segir að samþykkt sé að skipa þau Mirkjam Blekkenhort, Þorstein Ægi Egilsson og Siggeir Stefánsson í viðræðunefndina, en með nefndinni starfa sveitarstjóri og skrifstofustjóri.

Þá samþykkti sveitarstjórn tillögu undirbúningsnefndarinnar um að stofnaður verði sjóður um jarðir hins sameinaða sveitarfélags og um leið drög að samþykktum fyrir sjóðinn. „Sveitarstjórn leggur til að viðræðunefnd um sameiningu sveitarfélaganna, að hún útfæri nánar einstök atriði um stjórn sjóðsins og skipulag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×