Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 3. desember 2021 14:01 Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Vindorka Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun