Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:01 Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun