Innlent

Vilja að heil­brigðis­ráð­herra skipi sótt­varna­lækni

Atli Ísleifsson skrifar
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef frumvarpið nær fram að ganga fellur það í hlut ráðherra að skipa sóttvarnalækni.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef frumvarpið nær fram að ganga fellur það í hlut ráðherra að skipa sóttvarnalækni.

Heilbrigðisráðherra mun framvegis skipa í embætti sóttvarnalæknis, nái nýtt frumvarp ráðherra fram að ganga. Eins og stendur er það landlæknir sem ræður sóttvarnalækni.

Þá er lagt til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem er á hendi sóttvarnalæknis í dag. 

Þetta kemur fram í frumvarpi um breytingar á sóttvarnalögum sem hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. 

Þar segir að með frumvarpinu sé ætlunin að skýra frekar hlutverk helstu aðila innan stjórnsýslunnar þegar kemur að þessum málum, þar með talið stöðu sóttvarnalæknis. 

Er lagt til að núverandi sóttvarnaráð verði lagt niður og verkefni þess flytjist til farsóttanefndar, sóttvarnalæknis og ráðherra. 

Reiknað er með að heilbrigðisráðherra mæli fyrir frumvarpinu í mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×