Sveindís Jane komin í skærgrænt: Ég elska að skora mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 09:31 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skipt úr appelsínugulu í skærgrænt. Hér er hún í búningi Wolfsburg. Instagram/@sveindisss Þýska stórliðið Wolfsburg kynnti íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur til leiks á miðlum sínum í dag. Það má sjá myndir af henni sem og viðtal við hana á Youtube-síðu Wolfsburg. Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a> Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti