„Færð ekki langan tíma í sviðsljósinu og átt að nýta hverja einustu sekúndu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 09:01 Markús Pálsson fagnar vel heppnuðu stökki. stefán þór friðriksson Óhætt er að segja að Markús Pálsson hafi leikið á als oddi á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í hópfimleikum. Markús og félagar hans í blönduðu liði unglinga urðu þá í 3. sæti í undanúrslitum. Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira
Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Sjá meira