Meiri aðsókn í örvunarbólusetningu í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 18:14 Rúmlega átta þúsund manns mættu í örvun í gær. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksins fór vel af stað í vikunni en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt í vikunni. Framkvæmdasjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu segir mætinguna hafa verið vonum framar og bíður spennt eftir næstu viku. Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16
Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35