Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24