Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. Rennslið úr Grímsvötnum hefur vaxið hægar en það gerði árið 2010 og er því talið ólíklegt að spár um að hámarksrennsli muni ná fimm þúsund rúmmetrum á sekúndu gangi eftir. Ríkislögreglustjóri hefur þó í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups. Leiðni og rennsli hafa farið hækkandi í Gígjukvísl sem bendir til þess að vatn úr Grímsvötnum sé byrjað að renna undan jökuljaðrinum. „Merki um að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga komu fram á miðvikudaginn 24. nóvember síðastliðinn þegar gögn fóru að berast frá Grímsfjalli. Mannvirki eru ekki talin í hættu en hlaupvatnið mun renna undir brúna yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú síðdegis. Fólk er varað við því að fara að upptökum hlaupsins við jökuljaðar vegna hættu á gasmengun. Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand í dag.Vísir/RAX „GPS mælir veðurstofunnar í Grímsvötnum sýnir að íshellan heldur áfram að síga. Og hefur sigið rúma níu metra eða tæpa tíu metra frá því að hún var í hæstu stöðu. Núna er jarðhitavatn tekið að seitla í Gígjukvísl og vatnshæðin hefur hækkað smám saman í dag. Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru á leið að Gígjukvísl og munu fylgjast með þróun hlaupsins og meta rennsli en þetta er hægur atburður og verður líklega hægur til að byrja með,“ sagði Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/RAX Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gaf í gærkvöldi út nýja rennslisspá en þar segir að út frá því vatni sem nú þegar sé komið undan Grímsvötnum sé ekki ósennilegt að hámarksrennsli verði í kringum fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Búast megi við að hlaupið nái toppnum á sunnudag eða aðfaranótt mánudags. „Við erum með GPS tæki þarna uppi við Grímsvötn, þá sjáum við mjög fljótt þegar íshellan byrjar að lækka mun fyrr en við sáum áður en í sjálfu sér er þetta ekki mjög óvenjulegt Grímsvatnahlaup. Þetta hækkar hægt og rólega og er miklu hægari atburður heldur en til dæmis Skaftárhlaup úr Skaftárkötlum.“ Vísir/RAX Þá sé gos ekki útilokað þó hlaupið verði að líkindum minna en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er ekki hægt að útiloka að þessi þrýstingsléttir sem verður þarna á Vatnajökli við það að allt þetta vatn rennur niður að það auki líkurnar á að það komi gos úr Grímsvötnum,“ sagði Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur. Fleiri myndir sem RAX tók úr flugvél sinni í dag má sjá að neðan. Vatn brýst undan Skeiðarárjökli og safnast saman.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vatn undan jökli safnast saman í litlum lónum.Vísir/RAX Skeiðarárjökull.Vísir/RAX Birtan var falleg yfir Grímsvötnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Grímsvötn Skaftárhreppur Hornafjörður RAX Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent
Rennslið úr Grímsvötnum hefur vaxið hægar en það gerði árið 2010 og er því talið ólíklegt að spár um að hámarksrennsli muni ná fimm þúsund rúmmetrum á sekúndu gangi eftir. Ríkislögreglustjóri hefur þó í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups. Leiðni og rennsli hafa farið hækkandi í Gígjukvísl sem bendir til þess að vatn úr Grímsvötnum sé byrjað að renna undan jökuljaðrinum. „Merki um að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga komu fram á miðvikudaginn 24. nóvember síðastliðinn þegar gögn fóru að berast frá Grímsfjalli. Mannvirki eru ekki talin í hættu en hlaupvatnið mun renna undir brúna yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú síðdegis. Fólk er varað við því að fara að upptökum hlaupsins við jökuljaðar vegna hættu á gasmengun. Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand í dag.Vísir/RAX „GPS mælir veðurstofunnar í Grímsvötnum sýnir að íshellan heldur áfram að síga. Og hefur sigið rúma níu metra eða tæpa tíu metra frá því að hún var í hæstu stöðu. Núna er jarðhitavatn tekið að seitla í Gígjukvísl og vatnshæðin hefur hækkað smám saman í dag. Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru á leið að Gígjukvísl og munu fylgjast með þróun hlaupsins og meta rennsli en þetta er hægur atburður og verður líklega hægur til að byrja með,“ sagði Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/RAX Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gaf í gærkvöldi út nýja rennslisspá en þar segir að út frá því vatni sem nú þegar sé komið undan Grímsvötnum sé ekki ósennilegt að hámarksrennsli verði í kringum fjögur þúsund rúmmetrar á sekúndu. Búast megi við að hlaupið nái toppnum á sunnudag eða aðfaranótt mánudags. „Við erum með GPS tæki þarna uppi við Grímsvötn, þá sjáum við mjög fljótt þegar íshellan byrjar að lækka mun fyrr en við sáum áður en í sjálfu sér er þetta ekki mjög óvenjulegt Grímsvatnahlaup. Þetta hækkar hægt og rólega og er miklu hægari atburður heldur en til dæmis Skaftárhlaup úr Skaftárkötlum.“ Vísir/RAX Þá sé gos ekki útilokað þó hlaupið verði að líkindum minna en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er ekki hægt að útiloka að þessi þrýstingsléttir sem verður þarna á Vatnajökli við það að allt þetta vatn rennur niður að það auki líkurnar á að það komi gos úr Grímsvötnum,“ sagði Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur. Fleiri myndir sem RAX tók úr flugvél sinni í dag má sjá að neðan. Vatn brýst undan Skeiðarárjökli og safnast saman.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vatn undan jökli safnast saman í litlum lónum.Vísir/RAX Skeiðarárjökull.Vísir/RAX Birtan var falleg yfir Grímsvötnum.Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX