Dusty lagði Ármann léttilega Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. desember 2021 17:00 Liði Ármanns sem samanstendur að stórum hluta úr gamla liði KR var spáð góðu gengi á tímabilinu. KR var eina liðið sem tókst að vinna Dusty á síðasta tímabili og nú undir nýjum fána Ármanns hefur gengi liðsins verið þokkalegt. Dusty er þó enn stærsti hjallinn og þegar liðin mættust í fyrstu umferð var ekki að sjá að leikmenn Ármanns hefðu verið nálægt því að gera tilkall til deildarmeistaratitilsins nokkrum mánuðum áður, því Dusty pakkaði þeim saman í Ancient 16-6. Í leik gærkvöldsins átti lið Ármanns því möguleika á að endurheimta æru sína og sýna hvað í þeim býr gegn þessu besta liði landsins. Ármann lét ekki hafa sig aftur út í það að leika í Ancient og lá leiðin því til Ítalíu í Inferno kortið. Líkt og í síðustu viku kom Peterrr inn í staðinn fyrir 7homsen, en Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði. Ármann hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn en Dusty sótti (Terrorists). Dusty sótti hart strax frá upphafi og vann fyrstu fjórar loturnar nokkuð auðveldlega. Vörnin á B svæði var veik og eftir að sprengjan fór niður átti Ármann erfitt með að ná völdum aftur. Fyrsta sigurlota Ármanns var sú fimmta, þegar Dusty fór gífurlega hægt fram til að ná völdum á kortinu en Kruzer, einn snjallasti leikmaður deildarinnar, sá við því og felldi þrjá andstæðinga á lymskulegan hátt. Dusty hélt þó tökunum á leiknum og þrátt fyrir ágæta spretti Ármanns þar sem Kruzer fékk að prakkarast náði Ármann ekki að snúa stöðunni sér í hag. Aðgerðir Dusty voru öruggar enn sem áður og liðsheildin slík að erfitt er fyrir andstæðinga að koma nokkrum vörnum við. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 Ármann Í síðari hálfleiknum hélt Dusty uppteknum hætti en munaði þó um að Thor var kominn á skrið og leysti vappahlutverkið glæsilega. Átti hann eftir að sækja furðumargar fellur í þessum síðari hálfleik þar sem allar loturnar nema ein féllu Dusty í vil. Lokastaða: Dusty 16 - 6 Ármann Á því leikur enginn vafi að Dusty ætlar sér að vinna alla sína leiki og gefa engin frekari færi á sér en þörf er á. Föstudaginn 10. desember mætir Dusty Sögu en Ármann tekur þá á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Liði Ármanns sem samanstendur að stórum hluta úr gamla liði KR var spáð góðu gengi á tímabilinu. KR var eina liðið sem tókst að vinna Dusty á síðasta tímabili og nú undir nýjum fána Ármanns hefur gengi liðsins verið þokkalegt. Dusty er þó enn stærsti hjallinn og þegar liðin mættust í fyrstu umferð var ekki að sjá að leikmenn Ármanns hefðu verið nálægt því að gera tilkall til deildarmeistaratitilsins nokkrum mánuðum áður, því Dusty pakkaði þeim saman í Ancient 16-6. Í leik gærkvöldsins átti lið Ármanns því möguleika á að endurheimta æru sína og sýna hvað í þeim býr gegn þessu besta liði landsins. Ármann lét ekki hafa sig aftur út í það að leika í Ancient og lá leiðin því til Ítalíu í Inferno kortið. Líkt og í síðustu viku kom Peterrr inn í staðinn fyrir 7homsen, en Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði. Ármann hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn en Dusty sótti (Terrorists). Dusty sótti hart strax frá upphafi og vann fyrstu fjórar loturnar nokkuð auðveldlega. Vörnin á B svæði var veik og eftir að sprengjan fór niður átti Ármann erfitt með að ná völdum aftur. Fyrsta sigurlota Ármanns var sú fimmta, þegar Dusty fór gífurlega hægt fram til að ná völdum á kortinu en Kruzer, einn snjallasti leikmaður deildarinnar, sá við því og felldi þrjá andstæðinga á lymskulegan hátt. Dusty hélt þó tökunum á leiknum og þrátt fyrir ágæta spretti Ármanns þar sem Kruzer fékk að prakkarast náði Ármann ekki að snúa stöðunni sér í hag. Aðgerðir Dusty voru öruggar enn sem áður og liðsheildin slík að erfitt er fyrir andstæðinga að koma nokkrum vörnum við. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 Ármann Í síðari hálfleiknum hélt Dusty uppteknum hætti en munaði þó um að Thor var kominn á skrið og leysti vappahlutverkið glæsilega. Átti hann eftir að sækja furðumargar fellur í þessum síðari hálfleik þar sem allar loturnar nema ein féllu Dusty í vil. Lokastaða: Dusty 16 - 6 Ármann Á því leikur enginn vafi að Dusty ætlar sér að vinna alla sína leiki og gefa engin frekari færi á sér en þörf er á. Föstudaginn 10. desember mætir Dusty Sögu en Ármann tekur þá á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti