Liverpool með brasilískan heimsmeistara í þjálfarateyminu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:31 Frægasta myndin af Taffarel sem fagnar hér eftir að Ítalinn Roberto Baggio klikkaði á víti í vítakeppni úrslitaleik HM 1994 en með því tryggðu Brasilíumenn sér heimsmeistaratitilinn. Getty/Shaun Botterill Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur bætti við brasilískri goðsögn inn í þjálfarateymi sitt. Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira