Bjarki skoraði sjö í sigri Lemgo | Kristján Örn markahæstur í naumu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 19:39 Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum leikjum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í þriggja marka sigri gegn Chekhovskie Medvedi og Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk er PAUC Aix tapaði með tveimur mörkum gegn Sävehof. Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki. EHF-bikarinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.
EHF-bikarinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita